Myndatöku- og upptökustillingar
Ef þú vilt að skjámyndin fyrir myndatöku- og
upptökustillingar opnist áður en mynd eða hreyfimynd er
tekin skaltu velja
Valmynd
>
Forrit
>
Myndavél
og .
Skjámyndin fyrir myndatöku og upptökustillingar er með
flýtivísum til að velja ýmsa hluti og stillingar áður en mynd
eða hreyfimynd er tekin.
Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar stillingar hennar
valdar aftur.
Veldu úr eftirfarandi:
Velja umhverfisstillingu.
eða
Skiptu milli hreyfimynda- og kyrrmyndastillingar.
eða Sýna eða fela myndgluggatöflu (aðeins fyrir
myndatöku).
Virkja sjálfvirka myndatöku (aðeins myndir).
Kveikja á myndaröð (aðeins myndir).
Opnaðu
Myndir
Myndastillingar:
Velja litaáhrif.
Til að stilla ljósgjafa. Veldu birtuskilyrðin. Þetta gerir
myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.
Til að stilla leiðréttingu við myndatöku (aðeins
kyrrmyndir). Ef þú ert að taka mynd af dökkum hlut með mjög
ljósum bakgrunni, t.d. snjó, skaltu stilla lýsinguna á +1 eða
+2 vegna birtunnar í bakgrunninum. Stilltu á -1 eða -2 ef um
er að ræða ljósan hlut með dökkum bakgrunni.
Til að stilla ljósnæmi (aðeins fyrir kyrrmyndir). Auka skal
ljósnæmi þegar birta er lítil til að myndirnar verði ekki of
dökkar og óskýrar. Þegar ljósnæmi er aukið kann myndsuð
einnig að aukast.
Stilla birtuskil (aðeins fyrir kyrrmyndir). Til að stilla
muninn á ljósustu og dekkstu hlutum myndarinnar.
Stilla skerpu (aðeins fyrir kyrrmyndir).
Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar.
Myndatökustillingarnar gilda fyrir hverja einstaka
myndatöku. Ef skipt er úr einni stöðu í aðra færast
stillingarnar ekki í tilgreint horf.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
74
Ef ný umhverfisstilling er valin kemur hún í stað
myndatökustillinganna. Hægt er að breyta
myndatökustillingunum eftir að umhverfi hefur verið valið,
ef þörf krefur.
Það getur tekið lengri tíma að vista myndir ef stillingum fyrir
stækkun, lýsingu eða liti er breytt.