Nokia N97 mini - Upplýsingar um staðsetningu

background image

Upplýsingar um staðsetningu

Hægt er að bæta upplýsingum um hvar mynd er tekin

sjálfkrafa við aðrar upplýsingar um hana. Í forritinu Myndir er

þá til dæmis hægt að sjá hvar tiltekin mynd var tekin.
Veldu

Valmynd

>

Forrit

>

Myndavél

.

Upplýsingar um tökustað hjá öllum myndum

Veldu

Valkostir

>

Stillingar

>

Sýna GPS-upplýsingar

>

Kveikt

. Aðeins er hægt að fá upplýsingar um tökustað mynda

sem teknar eru með aðalmyndavélinni.

Hægt er að festa upplýsingar um staðsetningu við mynd eða

myndskeið ef hægt er að staðfesta staðsetningarhnit um

símkerfi og GPS. Ef mynd eða myndskeið sem inniheldur

upplýsingar um staðsetningu er samnýtt, geta aðrir sem sjá

myndina eða myndskeiðið jafnframt séð þær upplýsingar.

Hægt er að gera landmerki óvirk í stillingum

myndavélarinnar.
Það getur tekið nokkrar mínútur að fá staðsetningarhnitin.

Staðsetning, byggingar, náttúrulegar hindranir, auk

veðurskilyrða, kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði GPS-

merkja. Ef skrá sem inniheldur upplýsingar um staðsetningu

er samnýtt eru staðsetningarupplýsingarnar einnig

samnýttar og þriðji aðili sem sér skrána kann að sjá

staðsetninguna. Tækið þarf netþjónustu til að að geta fengið

upplýsingar um staðsetningu.
Upplýsingar um staðsetningu:

— Upplýsingar um staðsetningu eru ekki tiltækar. GPS er

áfram virkt í bakgrunninum í nokkrar mínútur. Ef tenging við

gervihnött kemst á og vísirinn breytist í á þessum mínútum

eru allar myndir og hreyfimyndir sem þá eru teknar merktar

samkvæmt upplýsingum GPS um staðsetningu.

— Upplýsingar um staðsetningu eru tiltækar. Upplýsingum

um staðsetningu er bætt við aðrar skráarupplýsingar.
Skrár með upplýsingum um staðsetningu eru auðkenndar

með í forritinu Myndir.