
Um A-GPS (Assisted GPS)
Tækið styður A-GPS (Assisted GPS) (sérþjónusta). Þegar þú
kveikir á A-GPS tekur tækið á móti gervihnattarupplýsingum
frá hjálpargagnamiðlara um farsímakerfið. Tækið getur verið
fljótara að ná GPS-staðsetningu ef hjálpargögn eru notuð.
Assisted GPS (A-GPS) er notað til að fá hjálpargögn með
pakkagagnatengingu og hjálpar við að reikna út hnit
staðsetningar þinnar þegar tækið tekur við merkjum frá
gervitunglum.
Tækið er forstillt þannig að það noti Nokia A-GPS þjónustuna,
ef engar sérstakar A-GPS stillingar frá þjónustuveitunni eru í
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
63

boði. Hjálpargögnin eru aðeins sótt frá Nokia A-GPS
þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.
Það verður að vera internetaðgangsstaður í tækinu til að
hægt sé að sækja hjálpargögn frá Nokia A-GPS þjónustunni
um pakkagagnatengingu.
Aðgangsstaður fyrir A-GPS valinn
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
Staðsetning
og
Staðarákvörðun
>
Miðlari fyrir staðarákv.
>
Aðgangsstaður
. Aðeins er hægt að nota
internetaðgangsstað fyrir pakkagögn í þessari þjónustu.
Tækið biður um internetaðgangsstað þegar GPS er notað í
fyrsta skipti.