Nokia N97 mini - Umsjón með vottorðum

background image

Umsjón með vottorðum

Stafræn vottorð vernda efni við flutning á

trúnaðarupplýsingum. Nota ætti slík vottorð ef tengjast á

netbanka eða öðru vefsvæði eða fjartengdum miðlara vegna

aðgerða sem fela í sér sendingu trúnaðarupplýsinga.
Einnig ætti að nota slík vottorð til að minnka hættuna á

vírusum eða öðrum skaðlegum hugbúnaði og tryggja

áreiðanleika hugbúnaðar sem hlaðið er niður af netinu og

settur upp.
Veldu

Valmynd

>

Stillingar

og

Sími

>

Símastjórnun

>

Öryggisstillingar

>

Vottorðastjórnun

og veldu þá tegund

vottorðs sem þú vilt nota.
Stafræn vottorð tryggja ekki öryggi heldur eru þau notuð til

að staðfesta uppruna hugbúnaðar.

Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri

áhættu sem fylgir fjartengingum og uppsetningu

hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið öryggi fáist.

Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn

verður að vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð

svo að aukið öryggi fáist. Vottorð eru bundin tilteknum tíma.

Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn ekki

tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal

athuga hvort rétt dag- og tímasetning sé í tækinu.