Lyklaborð
Tækið er með lyklaborð í fullri stærð. Ýttu snertiskjánum upp
til að opna lyklaborðið. Í öllum forritum snýst skjárinn
sjálfkrafa úr andlitsmynd í landslagsmynd þegar lyklaborðið
er opnað.
1 Sym-takki. Ýttu einu sinni á sym-takkann til að setja inn
sérstafi sem eru ekki á lyklaborðinu.
2 Virknitakki. Til að setja inn sérstafi sem eru efst á
tökkunum ýtirðu á virknitakkann og ýtir svo á viðeigandi
stafatakka eða heldur eingöngu niðri stafatakkanum. Til
að slá inn nokkra sérstafi í röð ýtirðu tvisvar á
virknitakkann og ýtir svo á viðeigandi stafatakka. Til að
skipta aftur yfir í venjulega stillingu ýtirðu á
virknitakkann.
3 Skiptitakki. Til að skipta á milli há- og lágstafa ýtirðu
tvisvar á skiptitakkann. Til að slá inn einn hástaf í
lágstafastillingu eða einn lágstaf í hástafastillingu ýtirðu
einu sinni á skiptitakkann og svo á viðeigandi stafatakka.
4 Biltakki
5 Örvatakkar. Notaðu örvatakkana til að fara upp, niður,
til vinstri eða hægri.
6 Enter-takkinn
7 Bakktakki. Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu
bakktakkanum inni til að eyða mörgum stöfum.
© 2011 Nokia. Öll réttindi áskilin.
18
Stafir settir inn sem sjást ekki á lyklaborðinu
Hægt er að setja inn mismunandi útfærslur stafa, til dæmis
stafi með kommum. Til að setja inn stafinn á heldurðu sym-
takkanum inni og ýtir um leið endurtekið á A-takkann þar til
rétti stafurinn birtist. Það fer eftir því hvaða tungumál er valið
hvaða bókstafir birtast og í hvaða röð.