
Um tölvupóst
Veldu
Valmynd
>
Tölvupóstur
.
Ef hugbúnaður tækisins hefur verið uppfærður kann
staðsetning Tölvupóstur að hafa breyst.
Þú getur byrjað að nota netfangið þitt í tækinu og lesið
tölvupóst, svarað honum og flokkað hvar sem er. Þú getur
bætt við mörgum tölvupósthólfum og nálgast þau beint af
heimaskjánum. Hægt er að fara úr einu pósthólfi í annað á
aðalskjá tölvupóstsins.
Tölvupóstur er sérþjónusta.
Það gæti þurft að greiða fyrir sendingu og móttöku
tölvupósts í tækinu. Upplýsingar um hugsanlegan kostnað
fást hjá þjónustuveitunni.
1 Núverandi pósthólf.
2 Skiptu á milli pósthólfa, og skoðaðu póst í ýmsum
möppum.
3 Flokkaðu póst, t.d. eftir dagsetningu.
4 Póstur í opna pósthólfinu.
Tölvupóstur inniheldur gagnvirkar einingar. Veldu og haltu
t.d. pósti inni til að sjá skyndivalmynd.